top of page

 

1. gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Árbæjarskóla. Félagar eru foreldrar og/eða forráðamenn nemenda í Árbæjarskóla.

 

2. gr.
Tilgangur félagsins er:

 

  1. Að vinna að velferð nemenda.

  2. Að vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.

  3. Að koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.

  4. Að efla hag skólans.

  5. Að auka innbyrðis kynni og samstarf foreldra, nemenda og kennara.

 

3. gr.
Tilgangi sínum hyggs félagið ná með því  m.a.:

  1. Að koma á umræðu um skóla- og uppeldismál.

  2. Veita aðstoð í starfi skólans vegna félagsstarfa og skemmtana í þágu nemenda.

  3. Veita skólanum lið í hverju því, sem honum má almennt að gagni koma eða við framkvæmd sérstakra verkefna.

  4. Vera vettvangur umræðna og athugana á venjum nemenda í skólahverfinu og eiga samstarf við þá um mótun umhverfis og uppbyggingu félagsstarfs.

 

4. gr.
Aðalfund skal halda í maí ár hvert. Formaður stjórnar skal boða til fundarins með minnst viku fyrirvara. Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi:

  1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

  2. Stjórn félagsins leggur fram reikninga félagsins.

  3. Kosning stjórnar.

 

5. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð sex mönnum sem kosnir skulu á aðalfundi félagsins til tveggja ára í senn. Einn stjórnarmanna skal sitja í skólaráði sem fulltrúi foreldra. Stjórnin skiptir með sér störfum. Aldrei skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn í einu.

 

6. gr.
Á aðalfundi skal kjósa tvo fulltrúa í skólaráð til tveggja ára, og þrjá til vara skv. 16. grein laga um grunnskóla nr. 66/1995. Meðal hlutverka skólaráðs er að fylgjast almennt með öryggi, aðbúnaði og velferð nemenda yfirleitt.

 

7. gr.
Árgangafulltrúar. Foreldrafélagið sér til þess að í upphafi skólaárs séu kosnir 4-6 fulltrúar forráðamanna í hverjum árgangi til eins árs í senn. Æskilegt er að 2-3 þessara fulltrúa sitji í 2 ár svo allir hætti ekki á sama tíma.

Tilnefndur er einn úr hópnum sem tengill og sér hann um að kalla hópinn saman.

Verkefni árgangafulltrúa skal vera: Að standa fyrir 2-4 viðburðum yfir skólaárið með nemendum, foreldrum og kennurum til að auka innbyrðis kynni þessara einstaklinga. Stjórn félagsins setur nánari reglur um starf og skipan árgangafulltrúa.

 

8. gr.
Stjórn foreldrafélagsins skal boða árgangafulltrúa til fundar eigi sjaldnar en tvisvar á hverju skólaári. Árgangafulltrúar skulu aðstoða stjórn félagsins í stærri verkefnum.

 

9. gr.
Berist stjórn félagsins tilkynning eða fái hún með öðru móti upplýsingar um tilvik er varða öryggi eða velferð nemanda eða starfsemi skólans er henni heimilt að gera þar til bærum aðilum viðvart.

 

10. gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi. Reikningsár félagsins er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.

bottom of page