top of page

Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag samkvæmt 9. gr.  laga um grunnskóla, 91/2008.

Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Félagar eru foreldrar og/eða forráðamenn nemenda í Árbæjarskóla.

 

Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.  Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

bottom of page